ELECTLifelong Learning Programme / Education and Culture DG
ForsíðaBakgrunnurStarfsemiNiðurstöðurSkjalasafnSamstarfsaðilarTenglarEPCDTengi-Choose language
-
  EPCD    
EPCDEPCD – Evrópusamtök Klúbbhúsa

Alþjóðleg þróunarmiðstöð klúbbhúsa í Bandaríkjunum (ICCD), Rannsókna- og þróunarmiðstöð fyrir velferð og heilsu í Finnlandi (STAKES), þjálfunarstöðvar vottaðra klúbbhúsa, samtök klúbbhúsa í Evrópu, og nokkur einstök klúbbhús hafa komið sér saman um stofnun Evrópustamtaka klúbbhúsa (EPCD) til að efla Klúbbhúsahreyfinguna í Evrópu og til áframhaldandi þróunar hinna ýmsu þátta klúbbhúsahugmyndafræðinnar.


Almenn markmið með þessari samvinnu eru:

• Að auka félagslega samþættingu, aðlögun að mennta- og atvinnumarkaðnum, og þátttöku fólks sem glímir við geðræn veikindi og sálfélagsleg vandamál í Evrópu.

• Að efla tækifæri notenda geðheilbrigðisþjónustunnar og fyrri notendur í Evrópulöndum til að taka þátt í valdeflandi stuðningi klúbbhúsanna, eins og skilgreint er að ofan.

• Að efla og styrkja ICCD netið og starfsemi þess meðal evrópskra klúbbhúsa og annarra hagsmunaaðila um þróun klúbbhúsa í Evrópu.

• Að styðja við og samræma rannsóknir á klúbbhúsalíkaninu í Evrópu og safna saman niðurstöðum rannsókna til alþjóðlegrar dreifingar.

Öll evrópskt klúbbhús eða framtíðar samtök klúbbhúsa eiga rétt á að ganga í Evrópusamtök klúbbhúsa með því að skrifa undir þessa samþykkt. STAKES mun halda utan um og sjá um framkvæmd samningsins. Sérhvert frumkvæði í að ganga að þessari samþykkt eða að segja henni upp á að beina til STAKES.

Hala niður EPCD bæklingi héðan (á ensku)
Stakes - National Research and development Centre for Welfare and Health Inclusive Employment Initiatives -group