ELECTLifelong Learning Programme / Education and Culture DG
ForsíðaBakgrunnurStarfsemiNiðurstöðurSkjalasafnSamstarfsaðilarTenglarEPCDTengi-Choose language
-
  Forsíða    
ELECT project imageElect verkefnið (European Learning Communities for Training of People with Mental Illness) var sett á laggirnar til þess að styrkja klúbbhúsin sem námssamfélög og veita fólki sem er að ná sér eftir geðsjúkdóma aðgang að menntun og atvinnu. Að Elect verkefninu standa einstök klúbbhús, samtök klúbbhúsa og þjálfunarstöðva í sjö Evrópulöndum. STAKES sér um að skipuleggja verkefnið. Verkefnið er fjármagnað með styrk frá Menntaáætlun Evrópusambandsins. ELECT verkefnið hófst 1. nóvember 2007 og stendur í 24 mánuði.

Klúbbhúsin bjóða upp á annars konar námsumhverfi og námsmöguleika fyrir fólk sem er að ná sér eftir geðsjúkdóma. Starfsfólk klúbbhúsanna getur bætt grunnkunnáttu og námstækni nemenda með því að virkja þá og hvetja til að sækja margvísleg stutt námskeið, t.d. í starfsráðgjöf, upplýsingatækni og tungumálum. Klúbbhúsin gera nemendum kleift að finna sín námsmarkmið og námsleiðir sem henta hverjum og einum.

Verkefnið eykur samvinnu og tengsl á milli námssamfélaga klúbbhúsanna og menntastofnana í þátttökulöndunum. Verkefnið mun gera kleift að koma upp safni aðferða í menntun með stuðningi fyrir nemendur sem hafa áhuga á að stunda nám í menntastofnunum og nemendur sem hafa orðið að gera hlé á námi vegna geðsjúkdóms. Menntun með stuðningi bætir möguleika á því að hefja nám og halda áfram námi í menntastofnunum.

Í lok verkefnisins mun ELECT setja saman tilraunanámskeið í menntun með stuðningi þar sem tekin verður saman og nýtt öll reynsla úr verkefninu og bráðabirgðaniðurstöður þess.
Stakes - National Research and development Centre for Welfare and Health Inclusive Employment Initiatives -group