ELECTLifelong Learning Programme / Education and Culture DG
ForsíðaBakgrunnurStarfsemiNiðurstöðurSkjalasafnSamstarfsaðilarTenglarEPCDTengi-Choose language
-
  Bakgrunnur    
Þörf fyrir nýjar aðgerðir í geðheilbrigðismálum og rannsóknum

Á síðustu 20-30 árum hefur almennt stefnuviðmið í geðheilbrigðismálum verið að breytast í flestum vestrænum velferðarþjóðfélögum. Breytingin byggir á meiri þátttöku í samfélaginu, einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu og sálfélagslegri endurhæfingu. Gömlu lækningaaðferðirnar hafa verið véfengdar með fjölbreyttari félagslegri nálgun, heildarsýn og valdeflingu. Klúbbhúsið sem staður sálfélagslegrar endurhæfingar miðar að fullri atvinnu- og menntunarþátttöku einstaklinga með geðræn veikindi.

Á sama tíma hefur fólk með geðraskanir færst hægt og rólega úr hlutverki sjúklings í hlutverk sem byggir á persónulegum styrkleikum og væntingum. Í samræmi við frægt slagorð sem mjög er notað í dag á athyglin að beinast að hæfni, en ekki vanhæfni. Einnig hefur fólk með geðræn veikindi látið í ljós skýrar en áður óskir um meiri og betri menntun, og faglega þjálfun, ekki síður en væntinga um að komast til starfa á almennum vinnumarkaði.

Samkvæmt skýrslu sem Bob Grove, Jenny Secker og Patience Seebohm (ritstjórar) skrifuðu og nefnist „New thinking about Mental Health and Empolyment“ (Radcliffe Publishing, Oxford 2005), „Ný hugsun um geðheilbrigði og atvinnu“ er þörfin fyrir faglega þjálfun og atvinnustuðning brýn á Bretlandi: Flestir sem þjáist tímabundið af geðrænum veikindum vildu gjarnan vinna, en samt eru minna en 20% þeirra í starfi. Fyrir þá sem greindir eru með geðklofa er atvinnuleysi nálægt 95%. Fólk með geðræn heilsufarsvandamál eru með lægstu atvinnuþátttöku allra hópa fatlaðs fólks. Til að sýna þörfina fyrir menntun óskuðu 70% eftir menntun og þjálfun, en aðeins 18% voru í námi. Bilið á milli löngunar og fenginnar hjálpar og stuðnigs er nærri það sama. 51% þátttakenda svöruðu að þá skorti kunnáttu og hæfni, 54% sögðust skorta starfsreynslu og 53% sögðu að skortur á viðeigandi stuðningi væri veruleg hindrun fyrir atvinnuþátttöku þeirra. (sama bls. 12-14) Í skýrslunni eru mikilvægar upplýsingar sem styrkja ELECT-verkefnið, því svipaðar niðurstöður er einnig að finna í öðrum Evrópulöndum.

Geðraskanir eru algengar í öllum löndum og valda mikilli mannlegri þjáningu og fötlun. Fólk með þessa sjúkdóma lendir í félagslegri einangrun, býr við léleg lífsgæði og hækkandi dánartíðni. Fólk með geðræna sjúkdóma þarf oft að horfast í augu við smán, mismunun og brot á mannréttindum, einnig í námi og þjálfun. Geðræn veikindi, félagsleg útilokun og fátækt mynda neikvæða umgjörð. ELECT-verkefninu er ætlað að reyna að snúa þessari þróun í jákvæða átt. Með því að þróa menntun með stuðningi og aðferðir við að styðja við nám, einstaklingsbundna forþjálfun og námstækni eykur ELECT-verkefnið lífsgæði fólks með geðræna sjúkdóma og aðgang þess að fullorðnisfræðslu og þjálfun. Þörf er á sérstaklega útfærðum stuðningsaðferðum fyrir fólk með geðræn veikindi, vegna þess að núverandi stuðningsaðferðir eru aðallega útfærðar fyrir aðra hópa fólks með fötlun.
Stakes - National Research and development Centre for Welfare and Health Inclusive Employment Initiatives -group